©2019 #ekkigefastupp

Af hverju ég gefst ekki upp

Það er svo auðvelt að segja að uppgjöf sé ekki valkostur. Það er líka auðvelt að skilja það, sjá hvað það er mikið kommon sens. Allt er betra en uppgjöf. En þegar þú stendur einn í myrkrinu og veröldin sem þú telur þig þekkja virðist öll vera á hvolfi, þá er erfitt að bera fyrir sig heilbrigða skynsemi, hún getur líka fokið út um gluggann án þess að þú getir nokkuð við því gert.

“Leiðbeiningar eru mikilvægar og oftar en ekki, nauðsynlegar. Þær þarf hinsvegar í flestum tilfellum aðeins einu sinni. Hvatningin þarf hinsvegar oft að vera stöðug og langvarandi til að árangur náist. Hvatning getur skipt sköpum.”