top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Ég geri það sem ég get.


Ég geri það sem ég get.
Ég geri það sem ég get.

Ég óska mér oft að ég hefði tíma til að læra það sem ég hef ekki lært, gera það sem ég hef ekki gert og öðlast betri skilning á því hvað er mikilvægt að geta gert. Mér hættir nefnilega til að berja sjálfan mig í höfuðið fyrir það sem upp á vantar. Það sem ég kann ekki, get ekki eða geri ekki.


Þetta virðist gjarnan vera á kostnað þess sem ég geri, þess sem ég kann og get. Ég er nefnilega ekki alltaf þakklátur fyrir það sem ég hef, á og kann. Heldur hugsa frekar um það sem ég hef ekki, kann ekki og á ekki.


Einbeitum okkur af því sem við höfum, frekar en því sem við höfum ekki. Verum þakklát fyrr það sem við getum, frekar en að agnúast yfir því sem við getum ekki.


Gerum eins og við getum.

51 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page