Þekkingar er orðið afar auðvelt að afla sér. Ekki svo langt síðan að virkilega þurfti fyrir því að hafa að nálgast bækur eða menntun. Það var jafnvel mikilvægt að ferðast um heiminn til að öðlast víðsýni. Í dag getum við lesið allt milli himins og jarðar, hvar og hvenær sem er. Það má segja að með tilkomu netsins og snjalltækja, þá er öll þekking við fingurgóma okkar öllum stundum. Allt sem við þurfum að gera er að ýta á nokkra takka, lesa eða hlusta.
Hvað þú gerir eða hvernig þú ferð með þekkinguna sem nú er svo mikið auðveldara að öðlast, hefur hinsvegar lítið breyst. Enn þarf að hafa jafn mikið fyrir því að breyta þekkingu í reynslu. Þó við vissulega gerum marga hluti á annan hátt en áður, breytir það ekki því að þá þarf að gera. Og líklegra er að gjörðir okkar hafi meiri áhrif á orðspor okkar en það sem við vitum.
Gerum meira af því sem við vitum að er rétt. Það er betra en að segja öðrum hversu mikið við vitum.
Comments