top of page

Hamingjan tengist alltaf einhverjum. Ekki einhverju.


Hamingjan tengist alltaf einhverjum. Ekki einhverju.
Hamingjan tengist alltaf einhverjum. Ekki einhverju.

Einhver okkar hafa legið á sjúkrastofnun í lengri eða skemmri tíma. Ég hef velt fyrir mér hvort einhver hafi nokkurntíma á þeirri stundu beðið um að fá að verja meiri tíma með hlutum. Ég held ekki, ekki ég allavega.

Við tengjumst gjarnan hlutum, jafnvel tilfinningaböndum, sem við leggjum alveg ótrúlega mikið á okkur að eignast. Oft á kostnað fjölskyldunnar og okkar nánustu, þeirra sem næst okkur standa. Hvergi verður þessi hugsunarskekkja svo skýrari þegar við stöndum frammi fyrir heilsubresti eða óvissu, því þá er okkur ekkert mikilvægara en einmitt þeir sem við höfum vanrækt. Við þráum samfélag þeirra sem við elskum.

#ekkigefastupp

21 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page