top of page

Á réttum tíma er of seint. Of snemma er á réttum tíma.


Á réttum tíma er of seint. Of snemma er á réttum tíma.
Á réttum tíma er of seint. Of snemma er á réttum tíma.

Í menntaskóla mætti ég alltaf of seint í tíma, eða í það minnsta eins seint og ég komst upp með. Á réttum tíma breyttist úr því að vera á þeim tíma sem til var ætlast til þess tíma sem ég komst upp með. Seint fyrir mig gat auðveldlega verið á réttum tíma, þó réttur tími hjá mér var allt of seint fyrir aðra. Líklega er réttur tími mark á hreyfingu. Hverjum sýnist sitt um hvað er rétt og tíminn er jú um margt afstæður. Bið er lengi að líða, ferðalagið fljótt og árin eftir fertugt fara hraðar framhjá en öll þar á undan.


En hvað fæst með því að vera of snemma, annað en sóun á tíma? Svarið er einfalt í mínum huga í dag, þó það hafi ekki verið í augsýn á menntaskólaárunum. Eitthvað sem ég hef lært að er mikilvægt í lífinu og einstaklega gott að eiga inni á fjölmörgum sviðum lífsins. Flestum, jafnvel öllum leyfi ég mér af reynslu að segja. Það er svigrúm.


Svigrúm fyrir mistök, svigrúm fyrir því óvænta sem okkur öllum gengur illa að gera ráð fyrir, þrátt fyrir að vita fullvel að það óvænta er algengara en við viljum viðurkenna. Fáum tekst að hafa stjórn á öllu í lífinu, jafnvel aðeins í okkar eigin, þess vegna er gott að hafa svigrúm. Svigrúmið er líka hægt að nota til góðra hluta ef hættan er að tími fari til spillis, tíma er almennt vel varið til að hugsa, hlusta, hugleiða og biðja, þannig fer ekkert til spillis þó við mætum á réttum tíma.




44 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page