top of page

Þetta er ég

Hver ertu? ...og algengasta svarið er starfsheiti. Þá er grafískur hönnuður líklega það sem lýsir mér best, en síðan 2015 hef ég að mestu verið sjúklingur og er um margt farinn að sætta mig við þá staðreynd. Ég vil hinsvegar tala fyrir því að merking þess megi verða jákvæðari en hún hefur almennt verið. Ég hef komist að því að flestir sjúklingar eru virkir þátttakendur í samfélaginu okkar og ég hef einsett mér að vera einn þeirra.

Stoltastur er ég þó af því að vera faðir og eiginmaður. Þar slær hjarta mitt framar öllu öðru og hvergi hef ég lært jafn mikið um lífið, tilveruna og sjálfan mig en einmitt í því hlutverki. Þar finn ég líka innblástur og hvatningu til þátttöku í samfélaginu þar sem við búum og sýna umhyggju til þeirra sem eru í kringum okkur. Því ekkert okkar er eitt á báti. Öll skiptum við máli hvert fyrir annað og höfum hlutverki að gegna gagnvart hvert öðru.

Hver sem við erum og hvað sem við höfum gert, getum við öll lært af hvert öðru, uppörvað og hvatt hvert annað í gegnum viðfangsefni lífsins. Vonandi get ég og það sem ég hef til málanna að leggja, verið hvatning fyrir þig.

hugmyndasmiður

Flest byrjar þetta á góðri hugmynd. Þær koma oft og gjarnan án mikillar fyrirhafnar.

sögumaður

Sögurnar verða til þegar þú færir það sem þú sérð og upplifir í orð. Æfingin skapar meistarann.

hönnuður

Það hefur oft komið sér vel að vera grafískur hönnuður til að gefa hugmyndum og sögum líf.

LEIÐBEINANDI

Reynsluna nota ég til að aðstoða og leiðbeina öðrum. Með æfingu hef ég náð ágætum árangri.

Instagram

Ég hef alltaf haft gaman af því að taka myndir og með tilkomu snjalltækja og samfélagsmiðla tók ég þeim tækninýjungum fagnandi. Með líflegt heimili og barnahóp sem gætir að nóg sé um að vera, varð fljótt ljóst að efniviður væri allt að því óþrjótandi. Þegar myndefnið birtist er ég gjarn á að hengja við þær stutta hugleiðingu og þegar ég sest niður skrifa ég gjarnan nokkur uppörvandi orð undir myllumerkinu #ekkigefastupp og birti það líka. Allt flæðir þetta svo á fésbókina eins og flest í lífinu að því er virðist.

Nýjustu færslur

bottom of page