top of page

Þú getur þetta víst.


Þú getur þetta víst.
Þú getur þetta víst.

Þegar við leggjum af stað í vegferð sem fyrirfram virðist erfið, þá er sjaldan skortur á úrtöluröddum. Auðvitað er einhversstaðar lína þarna sem vert er að hafa í huga. Sumt er vissulega ómögulegt svo úrtöluraddirnar hafa ekki allar rangt fyrir sér, en það er öruggt að ef við færum alltaf eftir þessum röddum, þá kæmumst við sjaldan áfram með nokkurn hlut.

Þess vegna er mikilvægara að horfa fram á veginn og hugsa að þú getir þetta víst! Þrátt fyrir þá sem draga vilja úr þér. Ef þú kemst að því að lengra verður ekki komist er það í góðu lagi. Þá lærðir þú mikilvæga lexíu sem á eftir að koma sér vel þegar næsta tilraun er gerð eða ný stefna tekin.


Það versta sem hægt er að gera, er að gera ekki neitt og leyfa úrtöluröddunum að sigra.

20 views0 comments

Comments


bottom of page