top of page

Gerðu meira af því sem gleður þig.


Gerðu meira af því sem gleður þig.
Gerðu meira af því sem gleður þig.

Við eigum til að sjá ekki það sem fallegt er í kringum okkur. Veruleikinn samkvæmt fréttatímum fjölmiðlanna gefur okkur sjaldan ástæðu til að fagna eða gleðjasrt. Nóg er af því sem má betur fara og hættan er að við látum það draga okkur niður.

Í líffræði í gamla daga lærði ég að það væri meiri fyrirhöfn að brosa en gera það ekki. Við þurfum að virkja fleiri vöðva, sem þurfa æfingu. Við þurfum að þjálfa okkur í að brosa. Að sama skapi er líka mikilvægt að temja sér að horfa á það jákvæða í kringum sig. Æfa sig í að sjá það og segja öðrum frá því.

Gleðin kemur ekki að sjálfri sér, þó við þekkjum líklega öll einhvern sem virðist vera þannig af náttúrunnar hendi. Æfum okkur í gleðinni. Að gleðjast yfir því sem fyrir augu ber og þá sem í kringum okkur eru. Notum svo tækfærið til að segja frá því og verum þannig hvort öðru hvatning til að gleðja hvort annað. Þannig gerum við meira af því sem gleður.

21 views0 comments
bottom of page