top of page

Ekkert er tímasóun svo fremi að við lærum eitthvað.


Ekkert er tímasóun svo fremi að við lærum eitthvað.
Ekkert er tímasóun svo fremi að við lærum eitthvað.

Mér leiddist ekki í skóla. En mér leiddist að læra eitthvað sem ég taldi mig ekki þurfa að kunna. Mér fannst nám ekki nægilega markvisst, það fór allt of mikill tími í óþarfa. Ég þori varla að nefna dönsku í þessu samhengi, algebru eða diffurjöfnur, það gæti valdið uppþoti á samfélagsmiðlum.

Það er margt sem ég hef lært að meta síðan þetta var. Til dæmis hef ég lært að hægja aðeins á og lært að njóta ferðalagsins að markinu meira en markmiðið í sjálfu sér. Það er eitthvað bogið við það að njóta bara dagsins þegar við fáum prófskírteinið og geta ekki notið margra ára ferðalags um menntaveginn.

Ég hætti ekki að læra þó ég hætti í skóla. Nú þegar ég sest aftur á skólabekk er ég búinn að læra að njóta þess að læra. Það er ágætt markmið í sjálfu sér.

45 views0 comments

Comments


bottom of page