top of page

Lærum af fíflunum

Fífill er að margra mati illgresi, hjá fáum aufúsugestur. Mörgum finnst þó gult blómið hans fallegt, engu líkara en að það brosi við okkur þrátt fyrir almenna óvild í garð hans. Hann er líka fljótur að standa upp sé hann sleginn eða fótum troðinn og brosir á ný þó aðþrengdur sé og illa liðinn.Það er margt sem við getum lært af fíflinum, hann gefst ekki upp þó á móti blási frekar en annað sem náttúran færir okkur. Það má segja að hann fari brosandi í gegnum lífið þó ýmislegt gefi honum ástæðu til annars, gerir sitt besta úr þeim aðstæðum sem hann býr við, enda getur hann litlu breytt sjálfur, aðeins gert það besta úr þeirri stöðu sem hann er í.


Viðhorf okkar til hans getur hins vegar breyst, það er á okkar ábyrgð. Við getum líka búið betur að honum, lagt áherslu á kosti hans og glaðlegan lit en hvað annað sem það kann að vera sem fer í taugar okkar í fari hans. Ekki er við hann að sakast hvernig hann lítur út eða hvar hann vex, en mögulega má þakka það að hann gerir það gulur, glaðlegur og brosandi.


Yfir köldustu mánuðina leggst hann svo í dvala, lætur lítið á sér bera þar til tími er kominn að blómstra að nýju, brosa framan í óréttlætið og óvildina. Þegar öllu er á botninn hvolft, þá getur hann nefnilega ekki annað.


121 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page