top of page

Ég bað um hjálp til að vaxa og það byrjaði samstundis að rigna.


Ég bað um hjálp til að vaxa og það byrjaði samstundis að rigna.
Ég bað um hjálp til að vaxa og það byrjaði samstundis að rigna.

Persónulegur vöxtur verður fyrst og fremst í kjölfar áfalla. Þegar okkur hefur tekist að komast í gegnum storminn. Blómin vaxa ekki heldur án rigningar.

Vissulega eru áföllin misjöfn. Þau eru jafn fjölbreytt og við erum mörg og vara að sama skapi afskaplega mis lengi hjá hverju og einu okkar. Og sorglegur sannleikurinn er sá að við komumst ekki öll í gegnum hann.

En þetta veit ég, ef við hjálpum hvort öðru, aukum við líkurnar á að komast í gegnum storminn, minnkum líkurnar á skaða og erum líklegri til að öðlast þakklátt hjarta, bjartara bros og betra lífsviðhorf.

47 views0 comments

Commentaires


bottom of page