top of page

Þú vinnur með það sem þú hefur, ekki það sem þú óskar þér.


Þú vinnur með það sem þú hefur, ekki það sem þú óskar þér.
Þú vinnur með það sem þú hefur, ekki það sem þú óskar þér.

Það er hollt fyrir okkur að stefna að því að læra eitthvað nýtt, gera eitthvað sem við ekki höfum gert áður. Öðlast nýja færni, reyna nýja hluti, kynnast aðstæðum annarra sem við ekki þekkjum sjálf. Ekkert ávinnst þó með óskinni einni eða viljanum. Ef við hefjumst ekki handa verður árangurinn lítill, líklega enginn.

Til að óskir okkar rætist er mikilvægt að byrja að vinna að því að svo megi verða. Við vinnum með það sem við höfum til að öðlast það sem okkur langar, þess sem við óskum okkur.


En aðstæður okkar eru misjafnar til að vinna, þess vegna þurfum við hjálp þeirra sem betur standa, þeirra sem hafa fleiri bjargir. Enginn getur allt en allir geta eitthvað. Saman getum við meira en hvert í sínu horni. Vinnum með það sem við höfum til að uppfylla óskir og drauma hvers annars.

22 views0 comments

Comments


bottom of page