Það var oft hlegið að því að karlar spyrji aldrei til vegar (og er kannski enn). Við erum of stoltir til að viðurkenna það þegar við villumst. Ég held reyndar að þetta sé á undanhaldi, enda þurfum við sjaldnar að biðja um hjálp í dag, nema auðvitað snjalltækið okkar. Gúggli frændi veit allt, eða hér um bil.
Auðvitað þurfum við ekki að vita allt, eða rata allt. Það er engum skömm af því að leita sér hjálpar. Við villumst nefnilega ekki vegna þess að við rötum ekki, heldur af þeirri ástæðu einni að við biðjum ekki um aðstoð, sem oftast nær er auðfengin og sjálfsögð.
Hjálpumst að. Spyrjum til vegar. Leitum aðstoðar.
Comments