top of page

Sættu þig við það sem er, slepptu því sem var og hafðu trú fyrir því sem framundan er.


Sættu þig við það sem er, slepptu því sem var og hafðu trú fyrir því sem framundan er.
Sættu þig við það sem er, slepptu því sem var og hafðu trú fyrir því sem framundan er.

Öll höfum við fundið okkur í stöðu sem við kunnum illa við og mögulega enn verr þegar við getum ekki með góðu móti losað okkur úr henni.

Ég var 43 ára þegar ég vaknaði einn morguninn veikari en ég hafði nokkru sinni verið. Ástæðan reindist vera agnarsmá veira, sem af einhverjum fullkomlega óþekktum ástæðum ákvað að rífa niður ofnæmiskerfið mitt. Ég bað ekki um það, átti það ekki skilið, en hér er ég enn, fimm árum síðar að takast á við afleiðingarnar og mun líklega þurfa að gera eitthvað áfram, jafnvel alla ævi.

Valkostirnir sem ég sit uppi með eru ekki allir góðir og talsvert færri en áður en ég veiktist sem hefur verið stærsta áskorun veikindanna, ásamt óvissunni. En þeim mun mikilvægari eru þeir valkostir sem ég sit uppi með. Ég á nefnilega enga sök á stöðunni, get engu breytt um það sem einu sinni var, en ég hef val um það sem framundan er.

Ég vel bjartsýni framar biturð, von umfram vonleysi og gleði frekar en sorg. Ég ætla ekki að gefast upp.

19 views0 comments

Comments


bottom of page