top of page

Gerðu þitt besta.


Gerðu þitt besta.
Gerðu þitt besta

Þitt besta er það sem þú gerir best, eins vel og þú treystir þér til að gera það hverju sinni. Það þýðir ekki að þú hamist og rembist þar til þú ert aðframkomin og nærri taugaáfalli vega álags og gefist á endanum upp. Það er ekkert gott við það og svo sannarlega ekki það besta.

Verum raunsæ þegar við stillum væntingum okkar um eigin getu hverju sinni. Aðstæður breytast, við breytumst, það sem við gátum einu sinni er ekki sjálfsagt að við getum aftur. Viðmiðið á ekki að vera það sem aðrir geta eða það sem við teljum okkur geta. Það besta sem við gerum er það sem við getum.

24 views0 comments

Comments


bottom of page