top of page

Þögnin leysir engan vanda annan en að gefa öðrum hljóð.


Hljóð er alveg einstaklega skemmtilegt orð. Eitt þeirra í málinu okkar sem getur þýtt andstæðu sína. Hljóð er bæði hljóð og hljóð. Við gefum öðrum hljóð og gefum frá okkur hjlóð. Við erum hljóð til að heyra hljóð.

Þögnin getur verið alveg dásamleg en hún getur líka verið þrúgandi ef kringumstæðurnar eru þannig. Þegar þögnin er orðin ærandi, þá leysir hún engan vanda annan en þann að gefa öðrum hljóð til að segja það sem á hjarta hans liggur.

Verum hljóð, en gætum þess að þögnin verði ekki þrúgandi. Tölum saman. Leysum úr vandanum með því að tala saman og hlusta á hvort annað.

22 views0 comments

Opmerkingen


bottom of page