Við erum alltaf að reyna, reyna að gera aðeins betur en við vitum að við getum gert. Niðurstaðan er oft sú að við berjum okkur í hausinn fyrir að gera ekki betur, geta ekki það sem við ætlum okkur.
Það er mikilvægt að óttast ekki mistök. Það er eðlilegt að geta ekki allt sem maður ætlar sér, sérstaklega í fyrstu tilraun. En hver misheppnuð tilraun er skref í rétta átt ef við lærum af því, með það að markmiði að gera aðeins betur næst. Í hverju skrefi gerum við eins vel og við getum og það sem við getum er það besta sem við getum ætlast til í hverju skrefi.
Tökum eitt skref enn. Gerum eins og við getum.
Comentarios