top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Sólargeisli kærleikans


Líklega er ljóðið Sólargeisli kærleikans þekktasta ljóð langömmu minnar, Guðfinnu Þorsteinsdóttur. Í það minnsta kemur það oftast upp þegar leitað er að höfundarefni hennar á netinu og reglulega rekst maður á það við lestur samfélagsmiðla. Og það kemur ekki á óvart. Ljóðið er einstaklega fallegt, vel ort og flytur okkur boðskap sem snertir alla; að senda inn í sérhvert hjarta, sólargeisla kærleikans.

 

Vertu alltaf hress í huga,

hvað sem kann að mæta þér.

Lát ei sorg né böl þig buga.

Baggi margra þungur er.

---

Vertu sanngjarn. Vertu mildur.

Vægðu þeim sem mót þér braut.

Biddu guð um hreinna hjarta,

hjálp í lífsins vanda' og þraut.

---

Treystu því, að þér á herðar

þyngri byrði' ei varpað er

en þú hefir afl að bera.

Orka blundar næg í þér.

---

Þerrðu kinnar þess, er grætur.

Þvoðu kaun hins særða manns.

Sendu inn í sérhvert hjarta

sólargeisla kærleikans.

---

Guðfinna Þorsteinsdóttir

 

Þeim er svo hægt og rólega að fjölga sem vita að þetta ljóð er aðeins hluti af stærra ljóði. Endurröðun nokkurra hendinga úr ljóðinu Lífsreglur, sem langamma birti í fyrstu ljóðabók sinni sem gefin var út 1937.


Ég hef getið þess áður hér á blogginu mínu og hægt er að lesa það hér undir yfirskriftinni: Lífsreglur langömmu minnar.

 

Til er lag við þennan texta sem útsett hefur verið fyrir einsöng, kór og þrjár kvenraddir og fylgir það tóndæmi hér að neðan.



Ljósmynd með grein: Shihab Nymur - Pexels

628 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page