Það er betra að klára seint
en leggja ekki af stað.
Byrja að skrifa það sem í huga kemur
en að koma engu á blað.
Fara frekar hægt í byrjun
og ljúka því sem hafið er
en að þeytast stefnulaust af stað,
koma engu í verk og gleyma sér.
Það var nú stúdentsprófið mitt sem varð kveikjan af þessum línum. Þrjátíu og einu ári eftir að ég hóf menntaskólagöngu mína, lauk ég prófi og útskrifaðist sem stúdent af náttúrufræðibraut Menntaskólans við Hamrahlíð. Það var í desember 2019.
Skrifaði um það nokkrar línur í pistlinum "Sigur eilífðarstúdentsins" sem hægt er að lesa hér.
Comments