top of page

Verum virk


Gefst ekki upp

Um mitt ár 2018 hóf Virk - starfsendurhæfing, auglýsingaherferðina Gefst ekki upp til að benda meðal annars á þær fjölmörgu ástæður fyrir því að fólk fellur út af vinnumarkaði og um leið hvetja samfélagið í heild, að taka vel utan um þá einstaklinga og hjálpa þeim að fóta sig aftur. Meðal annars var gerð sjónvarpsauglýsing þar sem undir hljómar lag Peter Gabriel, Don't give up með íslenskum texta Sævars Sigurgeirssonar í frábærum flutningi Valdimars Guðmundssonar.


Þessari vegferð hef ég verið að kynnast af eigin raun í kjölfar veikindanna minna. Þegar ég horfi til baka sé ég að ólíklegt er að nokkur geri sér grein fyrir því hversu löng þessi leið getur orðið nema sá sem hana hefur gengið. Og auðvitað eru leiðirnar jafn ólíkar og þær eru margar. Því hef ég líka kynnst af starfi Virk og veru minni á Reykjalundi 2018 og nú undanfarnar vikur hjá StarfA (Starfsendurhæfing Austurlands). Við erum öll ólík, búum við ólíkar aðstæður og erum að takast á við ólíkar ástæður þess að starfsgeta okkar hefur minnkað, eða jafnvel horfið um stundarsakir.


En hverjar sem ástæðurnar eru, þá er hvatningin mikilvæg, hjálpin nauðsynleg og almennur stuðningur ómetanlegur. Við erum nefnilega öll í sama liði. Hjálpumst að.


 

Njóttu, horfðu, hlustaðu og syngdu með.Gefst ekki upp / Valdimar Guðmundsson

lag: Don't give up / Peter Gabriel

Íslenskur texti: Sævar Sigurgeirsson Við lærum fljótt að standa stolt,

vera stöðug brött og keik,

vera fremst í röð, fremst í leik

og forðast mistök og glöp.


Baráttur að baki enn,

baki við mér allir draumar snéru.

Ég hef skipt um svip og skipt um takt

en aldrei skilið við mín töp.


Gefst ekki upp,

því ég á von.

Gefst ekki upp,

þó að andi kalt.

Gefst ekki upp,

þó allt virðist upp í mót.


Horfði oft á eina,

en hugsaði aldrei að mig gæti sakað.

Hélt að við, við stæðumst allt

en hlutir steypast oft á hvolf.


Allar nætur urðu mér

sem upprifjun á gömlum brostnum draumi.

Er dagur reis var sólin svört

og sviðin jörð allt um kring.


Gefst ekki upp,

því ég á von.

Gefst ekki upp,

því ég á ekki annars völ.

Gefst ekki upp,

ég veit að ég mun finna mína fjöl.


 

Lagið í fullri lengd er einnig hægt að nálgast á Spotify:

https://open.spotify.com/album/5zKhfVvbFClZrlcd8FrRiu


162 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page