Að gera hlutina alltaf eins en vænta annarrar niðurstöðu er sögð skilgreining á geðveiki. Það segir sig sjálft að það gengur einfaldlega ekki upp.
En sé þetta raunin erum við líklega öll svolítið geðveik. Okkur hryllir almennt við breytingum, litlum og stórum. Við erum verur vanans. Allt sem við höfum vanið okkur á, eigum við erfitt að venja okkur af. Þess vegna gengur okkur almennt illa að bæta okkur og breyta og ef það tekst tekur það mikið á. Við þurfum að vinna fyrir því, með markmiðum og einbeittum ásetningi og oftar en ekki að játa okkur ítrekað sigruð áður en markinu er náð. En gefumst ekki upp, því þannig höldum við geðveikinni gangandi.
Comentários