top of page

Það fallegasta í heimi.


Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson / Gufufoss
Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson / Gufufoss
Fallegustu hlutir í heimi eru ekki hlutir. Það er fólk, staðir, minningar og myndir. Það eru tilfinningar, stundir, bros og hlátur.

Við eigum til að gleyma mikilvægustu hlutunum í lífi okkar. Kannski gleymum við ekki, en gjörðir okkar og athygli gefa í það minnsta til kynna að svo sé. Við verðum upptekin við allt annað en það sem okkur er kærast. Auðvitað er það nauðsynlegt öðru hvoru í stutta stund í senn, jafnvel reglulega, en ég á ekki við það. Brauðstritið.


Við verðum upptekin af hlutum. Hlutunum í kringum okkur. Þeim hlutum sem við teljum mikilvægast að eignast og eiga. Fallegum hlutum, í sumum tilfellum mjög mikilvægum hlutum en oftar en ekki, þá eru þeir ekki svo mikilvægir í samhengi hlutanna og tíminn sem tekur að eignast þá, athyglin sem það tekur frá því mikilvæga er alveg úr hófi fram.


Það mikilvægasta í kringum okkur, ætti auðvitað að fá mesta athygli og mestan tíma. Það sem fyllir hjarta okkar, fyllir líf okkar ánægjulegum minningum. Það er fólkið í kringum okkur, fjölskyldan, vinirnir. Samfélagið okkar. Það er náttúran í kringum okkur, staðirnir sem hreyfa við okkur. Minningarnar og myndirnar sem fá okkur til að nema staðar, horfa dreymin til baka og yljar okkur niður í hjartarætur því þær vekja upp ómótstæðilegar tilfinningar, færa bros á andlit okkar og jafnvel hlátur.


 

-Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson / Gufufoss

39 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page