top of page

Strákarnir mínirÞetta eru strákarnir mínir, liðið mitt. Ég er í Tólfunni þeirra, fylgi þeim um allt land, mæti á alla leiki. Styð þá með ráðum og dáð.


Úrslit leikjanna eru ekki það mikilvægasta þó allir vilji þeir vinna. Mér er meira umhugað um það hvernig þeir vaxa og þroskast í kjölfar sigra og ósigra. Hvað þeir læra og hvernig, með hvaða hugarfari þeir takast á við verkefnin, vonbrigðin og sigrana.


Mest þykir mér vænt um hvað þeir eru góðir. Ekki bara í fótbolta heldur líka og sérstaklega við hvern annan og aðra. Þeir hjálpast að, berjast fyrir hvern annan og hvetja.


Þannig á það að vera í lífinu öllu.


Styðjum hvert annað. Verum í stuðningsliði með hvert öðru.


36 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page