top of page

Sólarupprás í auðninni.


Sólarupprás á Möðrudalsöræfum 30. desember 2019
Sólarupprás á Möðrudalsöræfum 30. desember 2019

Ég hef aðeins fengið að kynnast göngu í auðninni undanfarin misseri. Það virðist litlu máli skipta hvaða stefna er tekin eða hversu hratt er gengið, ekkert hefur breyst. Sama í hvaða átt er litið, allt virðist vera eins. Auðnin ein. Óvissan hefur verið alltumlykjandi.


Þegar við getum engu breytt í umhverfi okkar er augljóst mikilvægi þess að vinna í viðhorfi sínu og hugarfari.

En á slíkri göngu getur ýmislegt gott gerst. Því þegar við getum engu breytt í umhverfinu er augljóst mikilvægi þess að vinna í viðhorfi sínu og hugarfari. Þegar neikvæðni og vonleysi nístir orðið hjartað er gleðin og vonin besta vopnið. Lítum upp.


Fegurðin í auðninni er engri lík þegar við tökum hugann aðeins af göngunni yfir hana. Þegar við hættum að góna á tærnar okkar og veitum því smáa í kringum okkur athygli. Ég hef lært að meta margt sem ég sá ekki áður og þá allra helst fólkið sem hefur orðið á vegi mínum. Fundið ótrúlega gæsku og góðvild hjá fólki um leið og ég hef líka öðlast áður óþekkta samkennd fyrir öðrum sem eru í svipuðum sporum. Ég hef lært að fólk er það eina sem máli skiptir í lífinu. Allt annað er ryk í auðninni.


Ég hef lært að fólk er það eina sem máli skiptir í lífinu. Allt annað er ryk í auðninni.

Svo er alveg sama hversu löng eða myrk nóttin er, þá getum við alltaf treyst því að sólin kemur upp að morgni.


#ekkigefastupp

40 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page