top of page

Samfélagsmiðlar

Á Instagram áhrifavaldar ímynd sína selja,

þeim afskiptu og einmana sem á Linkedin dvelja.

En á Facebook við póstum formleg og fáguð

og á Twitter við tístum hnittin og gáfuð.


Snappið gleymist á sextíu sekúndum sléttum

og YouTube er fullt af dóti og frægum sméttum.

Google+ löngu er fallið í gleymskunnar dá. Það er harla lítið upp úr samfélagsmiðlum að fá.


Mynd fengin hjá pexel.com
Úrval samfélagsmiðla á snjalltækjum nútímans.

Samfélagsbylting undanfarinna ára hefur orðið að mestu í gegnum svokallaða samfélagsmiðla. Milljarðar manna nota einhvern þeirra daglega og flestir í okkar samfélagi oft á dag til að deila efni og skoðunum. Eðlilega eigum við nokkuð í land með að setja okkur almennar umferðareglur í notkun þessara nýfundnu tækni en ég er viss um að við komumst nær því marki þegar við áttum okkur betur á mikilvægi þeirra og virkni. Útbreiðsla og notkun þessara miðla varð í raun ekki almenn fyrr en eftir að snjalltæki fóru að verða almenningseign fyrir rúmum 10 árum síðan. Það er því varla meira en ein kynslóð barna sem alist hefur upp við þessa tækni og notar að staðaldri. Við erum enn að læra og þurfum að vanda okkur.

29 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page