top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Ógeðslegur vetur

Guðjón Helgi frændi minn fékk sig fullsaddan af veðrinu þennan veturinn þegar hann kom að gamalli Land Rover bifreið sinni sem staðið hafðu í hlaðinu hjá honum lítið notaður í einhvern tíma. Og hagyrtur sem hann er, skellti hann í eina vísu:


Með fáum orðum finnst mér ganga betur,

að færa hverdagsþanka minn á bók:

þetta er einstaklega ógeðslegur vetur

og óravegur frá að það sé djók.



Hér hefði auðvitað verið hægt að segja ýmislegt um veturinn og þetta forna landbúnaðartæki sem frændi minn birti mynd af.


Þá kom mér í hug þetta svar:


Í fleiri orðum finnst mér betur farið

að finna fleira sem ekki' er nógu gott,

til dæmis væri tíma betur varið

vætuna að nýta í góðan þvott.

9 views0 comments

Recent Posts

See All

Símatími

Comments


bottom of page