top of page

Of mikið jafnrétti


Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson / frá Mjóafirði
Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson / frá Mjóafirði
Kærleikur á það sameiginlegt með jafnrétti, að það getur aldrei verið of mikið.

Of- er forskeyti sem gefur til kynna að ofgnótt sé til staðar, þannig að það sé orðið íþyngjandi og jafnvel skaðlegt. Að eiga of mikið af einhverju.


Jafnvel þegar við setjum það fyrir framan ánægjulega eða góða hluti, þá bendir forskeytið á að það sé líka hægt að gera of mikið af því. Til dæmis að skemmta sér of mikið, að einhver hafi farið yfir strikið og skemmtunin væri hætt að vera einmitt það og afleiðingar líklega hvorki góðar eða ánægjulegar.


Jafnrétti á það hinsvegar sameiginlegt með kærleikanum að þar getur engu verið ofaukið. Því meira, því betra.


Leggjum okkur fram við að öðlast og sýna meiri kærleika og stefna á fullkomið jafnrétti. Það kann reyndar að vera að því marki verði aldrei náð, en það er alltaf þess virði að keppast eftir báðu.


 

-Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson / frá Mjóafirði

35 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page