top of page

Mis-takast


Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson / Egilsstaðir, Fellabær
Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson / úr Fljótsdal
Best er auðvitað þegar þú reynir og það tekst. Næst best er þegar þú reynir og þér mistekst.

Árangur er eitthvað sem við stefnum öll að á einn eða annan hátt. Ná prófi, fá stöðu, eignast hluti, gera eitthvað sérstakt, draumaferðalagið, ná að slappa af eða hvað það kann að vera. Vegna þess hve áhersla okkar er alltaf á takmarkið, verður leiðin af því yfirleitt óþægileg fyrirstaða. Eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við og þola þar til við erum komin á leiðarenda. Svolítið eins og lífið, sem verður skyndilega að minningu um eitthvað sem okkur aldrei tókst. Nei, það getur ekki verið gott, er það?


Auðvitað er alltaf best þegar okkur tekst það sem við ætlum okkur. En það þýðir ekki að það sé ömurlegt að mistakast. Hver mistök eru nefnilega skref í rétta átt af því gefnu að við lærum af þeim. Þau geta líka haft þau áhrif að við endurmetum stefnu okkar og finnum betri leið en upphaflega var lagt upp með. Besta leiðin er nefnilega ekki alltaf sú stysta.


Lærum að njóta mistakanna og því sem þeim fylgir. Lærdómurinn sem af þeim hlýst getur nefnilega verið það besta sem við lærum á leið okkar að settu marki. Og ef svo ólíklega vill til að við komumst ekki alla leið, þá höfum við í það minnsta lært að njóta ferðarinnar.


 

-Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson / Egilsstaðir, Fellabær

26 views0 comments

Comments


bottom of page