top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Mér finnst rigningin góð

Mér finnst rigningin góð, söng Helgi Bjöss inn í hjörtu landans fyrir um 30 árum. Laglína sem hljómar enn í dag á mannamótum og kannski líka þegar það eru "tár á rúðunni, sem leka svo niður veggina." Ég er allavega einn þeirra sem söngla þetta gjarnan þegar fer að rigna.


Rigningin er auðvitað góð í hófi og þar sem við á. Vatnið er eldsneyti náttúrunnar. Án þess væri ekkert líf á jörðinni, það er lífselexír okkar allra.


Ég þekki hinsvegar fáa, sem raunverulega finnst rigningin góð eins og Helgi Bjöss komst að orði um árið. Allir virðast agnúast við rigningunni og gott veður í hugum fólks inniheldur sjaldan, ef nokkurn tíma vætu, í hvaða formi sem hún kann að vera. Við viljum sól og blíðu. Lífið er alltaf betra á sólarströndinni.


Myndlíking rigningarinnar er líka alltaf tengd óförum og erfiðum tíma og hefur verið þannig frá örófi alda, allt aftur til syndaflóðsins. Við gögnum í gegnum storminn, erfiða tíma.


Það sem öllum líkar eru áhrif rigningarinnar, ekki rigningin sjálf.


Þegar rignir þá gerum við viðeigandi ráðstafanir.


Við vitum að það rignir alltaf annað slagið, stundum stutt, stundum lengi, stundum mikið og stundum bara þægilega lítið en ekkert okkar kemst hjá því að blotna einhverntíma á lífsgöngunni. Búum okkur undir það að blotna.

Látum ekki rigninguna koma okkur á óvart. Og stöndum svo ekki bara og bíðum eftir að það stytti upp, lærum heldur að dansa í rigningunni.


Svo þegar styttir loksins upp, þá fáum við að sjá ávöxt rigningarinnar. Með örlítið meiri fyrirhöfn, getum við týnt þá af trjánum og gætt okkur á, eða leyft öðrum að njóta.

58 views0 comments

Comments


bottom of page