top of page

Hugrekki og styrkur


Hugrekki og styrkur


Við forðumst það sem við óttumst.

Bægjum því frá.

Þegar við horfumst í augu við óttann,

sjáum við oftast að hann er ástæðulaus.

Hugrekki er auðfundið þegar á hólminn er komið.

Styrkur okkar er margfalt meiri

en við gerum okkur grein fyrir.

Hann eykst í réttu hlutfalli

við vandann sem að okkur steðjar.

Stundum missum við sjónar á því sem við höfum.

Töpum okkur í því sem misfarist hefur

og látum það draga okkur niður.

Betur væri að einbeita sér að því sem gott er.

Því þú ert hugrakkari en þú trúir,

sterkari en þú virðist

og miklu betri en þú heldur.

 
36 views0 comments

ความคิดเห็น


bottom of page