top of page

Þú ert hugrakkari en þú trúir, sterkari en þú virðist og miklu betri en þú heldur.


kkur er eðlislægt að forðast það sem við óttumst, bægjum því frá okkur. Öðru hvoru koma upp aðstæður þar sem við þurfum að horfast í augu við óttann og þá kemur oftar en ekki í ljós að óttinn er ástæðulaus. Hugrekki er auðfundið þegar á hólminn er komið.  Í erfiðum aðstæðum komumst við gjarnan að því að styrkur okkar er margfalt meiri en við gerum okkur grein fyrir. Þegar við höfum ekki val vex styrkur okkar í réttu hlutfalli við viðfangsefnið svo við komum sjálfum okkur á óvart.  Stundum verðum við svo upptekin af því sem okkur hefur ekki tekist í lífinu að við missum sjónar af því sem við höfum. Það er ótrúlega auðvelt að tapa sér í því sem misfarist hefur og aflaga er og um leið láta það draga úr sér.  Líklega er tímabært að einbeita sér af því sem þú gerir vel og hefur áorkað þrátt fyrir þráláta tilfinningu um annað og gera sér betur grein fyrir því að þú ertu betri en þú telur þig vera.
Þú ert hugrakkari en þú trúir, sterkari en þú virðist og miklu betri en þú heldur.

Okkur er eðlislægt að forðast það sem við óttumst, bægjum því frá okkur. Öðru hvoru koma upp aðstæður þar sem við þurfum að horfast í augu við óttann og þá kemur oftar en ekki í ljós að óttinn er ástæðulaus. Hugrekki er auðfundið þegar á hólminn er komið.


Í erfiðum aðstæðum komumst við gjarnan að því að styrkur okkar er margfalt meiri en við gerum okkur grein fyrir. Þegar við höfum ekki val vex styrkur okkar í réttu hlutfalli við viðfangsefnið svo við komum sjálfum okkur á óvart.


Stundum verðum við svo upptekin af því sem okkur hefur ekki tekist í lífinu að við missum sjónar af því sem við höfum. Það er ótrúlega auðvelt að tapa sér í því sem misfarist hefur og aflaga er og um leið láta það draga úr sér.


Líklega er tímabært að einbeita sér af því sem þú gerir vel og hefur áorkað þrátt fyrir þráláta tilfinningu um annað og gera sér betur grein fyrir því að þú ertu betri en þú telur þig vera.


148 views0 comments

Comments


bottom of page