top of page

Í dag er frábær dagur til að lenda í ævintýri.


Í dag er frábær dagur til að lenda í ævintýri.
Í dag er frábær dagur til að lenda í ævintýri.

Ævintýri eru spennandi, skemmtileg, oft svolítið hræðileg en flest, og já, eiginlega öll, eiga þau það sameiginlegt að enda vel. Við elskum ævintýri.


Við tölum um ævintýraljóma. Eins og ævintýri séu eitthvað sem við finnum við enda regnbogans. Að við finnum þau bara í söguformi, í bókum eða góðri kvikmynd, að mestu eða jafnvel alveg utan seilingar. Við getum aðeins notið þeirra, en ekki fengið að upplifa þau sjálf.


Hann Nói, sex ára sonur minn á frábæra bók um Múmínálfana sem heitir "Tungskinsævintýrið". Í henni fær Múmínpabbi þá frábæru hugmynd að fara í ævintýraferð. Á örfáum síðum fáum við svo að fylgjast með Múmínfjölskydlunni undirbúa sig fyrir ferðalag til eyju nokkurrar, skammt frá heimili þeirra. Fremur hversdagslegt ef þú þekkir til í Finnlandi þar sem ævintýri Múmínálfanna eiga uppruna sinn. Hápunktar ferðarinnar eru svo tveir, annars vegar þegar Múmínsnáðinn kafar eftir perlu á leið þeirra út í eyju og svo þegar þau sofna undir tungskininu á áfangastað.


Í ævintýri Múmínálfanna eru engir spúandi drekar, úlfar eða ljótar stjúpmæður og galdranornir eða ævintýramenn í leit að fjársjóði í fjarlægum heimshornum. Bara einföld lítil saga sem vel gæti passað í hversdag okkar allra, sem um leið minnir okkur á svo fallegan hátt að ævintýrin eru líka hversdagsleg ef við leggjum okkur fram við að horfa þannig á þau og um leið gera venjulega daga innihaldsríkari og áhugaverðari, meira spennandi og eftirsóknarverðari en ella.


Lífið er í raun bara eitt stórt ævintýri með ótalmörgum og fjölbreyttum köflum.


Ég held að dagurinn í dag sé frábær dagur til að lenda í ævintýri. Ertu með?


-Unnar Erlingsson


 

Mynd: Sebastian Palomino | Pexels

24 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page