top of page

Erlubær

Í Erlubæ

við áðum,

nætur þrjár

og báðum

um sól og sumaryl.


Bæn okkar

var einföld,

auðsótt reyndar

og margföld,

í blíðu dvöldum hér.


Blessuð sólin

kíkti líka,

vakti okkur

gleði slíka,

á hverju barni sér.


Hitinn mér

að skapi,

hvorki snjór

né krapi.

Fuglasöngur vær.


Eftir situr

falleg minning,

líkt með stóran

Lottó vinning.

Stjörnustundin skær.


Hlökkum nú

til endurfunda,

að njóta, borða,

gleðjast, blunda,

um sumarnæturbil.


Erlubær
Erlubær í landi Teigs, Vopnafirði

Erlubær er nefndur eftir langömmu minni, skáldkonunni Erlu, Guðfinnu Þorsteinsdóttur.

22 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page