Margir hafa áhyggjur af aldrinum, kvíða hverju ári og hætta jafnvel að telja upp úr þrítugu. Ég var 29 ára í meira en 10 ár.
En auðvitað vitum við að við getum verið þakklát fyrir hvert ár, við vitum víst aldrei hversu mörg þau verða. Það er því mikilvægt að athyglin sé á það sem vel hefur tekist, þær gleðistundir sem við höfum getað búið okkur og öðrum á þeim árum sem þegar eru að baki og látið okkur hlakka til þeirra sem framundan eru.
Því fleiri kerti sem við setjum á afmælisköku hvers árs, þeim mun meiri birta. Vonandi svo mikil að aðrir fái notið hennar með okkur.
Comments