top of page

Birta og von


Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson / Norðurljós yfir Seyðisfirði
Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson / Norðurljós yfir Seyðisfirði
Eins og kuldi er ástand þar sem hita er hvergi að fá, þá er myrkur staður þar sem ljós er hvergi að sjá.

Seyðisfjörður er einn þeirra fjarða hér á landi þar sem sólarljóssins nýtur ekki við hluta úr ári. Þar er fagnað sérstaklega þegar sá dagur kemur að sólin er nógu hátt á lofti til að ná að ylja bæjarbúum í nokkrar mínútur í fyrsta sinn. Það er ástæða að fagna komu ljóssins.

Undanfarið hefur verið tekist á um hvort breyta eigi klukkunni til að við fáum nokkrar auka stundir af sólarljósi á morgnana yfir svartasta skammdegið með þeim rökum að það getur skipt sköpum fyrir andlega heilsu þjóðarinnar. Þó við séum ekki sammála um hvort breyta þurfi klukkunni, virðast flestir sammála um mikilvægi birtunnar í lífi okkar. Skammdegið er mörgum erfitt.


Ljósið virkar eins og vonin. Að njóta ekki ljóssins er eins og að eiga ekki von. Rétt eins og við viljum ekki lifa í myrkri, þá viljum við ekki lifa við vonleysi og örlítið ljós getur breytt öllu. Myrkrið er nefnilega aldrei svo svart að ljósið bægi því ekki frá sér.


Það er frábært að vita að við erum öll þess megnuð að færa öðrum birtu og von. Vonin getur nefnilega komið í margskonar formi, með orðum, í gjörðum, jafnvel með einlægu brosinu einu saman. Þegar við vitum að náungi okkar er að takast á við dimmustu dagana sína, færum þeim smá birtu í tilveruna. Gætum þess að enginn þurfi að dvelja lengur í myrkrinu en nauðsynlegt er.


 

-Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson / Norðurljós yfir Seyðisfirði

30 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page