Dundað um stund
- Unnar Erlingsson
- Aug 18, 2016
- 1 min read
Updated: Nov 11, 2018
Dund.
Stutta stund.
Jafnast á við góðan blund.
Að fara á fund
fallegra drauma.

Nói er byrjaður að dunda sér. Dettur inn í leiki í eigin heimi svo mínútum skiptir (hefði verið gaman að segja tímunum saman, en það er ekki alveg svo gott). Í veikindunum mínum eru allar rólegar stundir vel þegnar. Smá hljóð, örlítið tækifæri til að ligna aftur augunum og upplifa frið. Ævintýraveröldin hans Nóa jafnast stundum á við draumaveröld mína.
Comments