
Vísdómur er ekki mikið notað orð í dag. Að vera vís eða búa yfir visku. Sá sem er vís þarf ekki að vera beittasti hnífurinn í skúffunni né sá sem hefur mesta reynslu. En fari vitið og reynslan saman með góðri dómgreind finnum við vísdóm. Það er eftirsóknarverð blanda. Verum vís.
Comments