top of page

Vinátta er vanmetinn auður.


Vinátta er vanmetinn auður.
Vinátta er vanmetinn auður.

Vinátta er eins og ástin. Engin veit hvernig hún virkar fyrr en maður hefur kynnst henni. Vinátta er væntanlega líka besta form ástar, fyrir utan móðurástina mögulega. Vinátta er nefnilega ekki til án kærleika og gagnkvæms skilnings á kostum okkar og göllum. Vinur er sá sem elskar okkur þrátt fyrir misbresti okkar og annmarka. Vinir fjárfesta í hvorum öðrum, gefa sér ómældan tíma til að kynnast og læra á okkur og þrátt fyrir allt bullið, köstin og vælið. Elska okkur. Og í sumum tilfellum er miklu til kostað. Fæst erum við auðveld viðureignar, gefum fá færi á okkur og skelin er gjarnan harðari en kevlar. En þó kevlar sé skothelt, er hægt að komast inn undir það.


Mér eru minnisstæðar allar stundirnar þegar ég var að kynnast Öldunni minni, sem ég sá ástæðu til að spyrja hvað væri að og svarið var: "Ekkert". Það þýddi alltaf það sama, það var eitthvað að. Og ég þurfti að finna leið undir skelina, að spyrja aftur og aftur og aftur þar til flóðgáttin brast. Og að lanum ég fékk að kynnast besta vini mínum betur og á nýjan hátt, um leið og ég hjálpaði henni að gera upp hluti og tjá sig um það sem hafði kannski verið byrgt inni allt of lengi. Öllum þessum árum síðar á ég besta vin í heimi í konunni sem ég elska meira en allt. Og að frátöldum kraftaverkunum okkar þrem, er enginn auður stærri en einmitt vinátta okkar.


57 views0 comments

Comments


bottom of page