top of page

Vinátta er eins og traust, þú finnur það ekki, heldur vinnur þér það inn.


Vinátta er eins og traust, þú finnur það ekki, heldur vinnur þér það inn.
Vinátta er eins og traust, þú finnur það ekki, heldur vinnur þér það inn.

Traust finnum við ekki á víðavangi eða hvar sem þér gæti dottið í hug að leita. Það er eflaust hægt að meta traust í krónum og aurum fyrir suma, eftir stöðu og áhrifum viðkomandi, en almennt gildir sú regla að traust verður aldrei keypt. Það ávinnur sér hver og einn með orðum sínum og gjörðum, oftast á löngum tíma.


Sama lögmál á við um vináttuna, hún verður aldrei fundin eða keypt og virði hennar aldrei í krónum talið. Vináttu vinnur þú þér inn með því að vera öðrum vinur, vera til staðar, hlusta, styðja og hvetja, oftast yfir langt tímabil og gjarnan þegar viðkomandi þarf helst á þér að halda. Hvort heldur sem er, þá er það alltaf þess virði. Gefðu þér tíma, vertu öðrum vinur.


59 views0 comments

コメント


bottom of page