top of page

Viðspyrnan er best við botninn.


Viðspyrnan er best við botninn.
Viðspyrnan er best við botninn.

Botninn er ekki það versta sem við fáum að reyna í lífinu. Þó botninn sé almennt ekki góður staður til að dvelja á, þá veitir hann okkur bestu viðspyrnuna. Að mara í hálfu kafi og hafa takmarkaðan styrk til sundsins getur verið enn verra ástand. Allt verður hinsvegar tilgangslaust ef við gefumst upp, á hvorum staðnum sem við erum.


Marandi í hálfu kafi þurfum við augljóslega hjálp, eitthvað eða einhvern sem lyftir okkur upp úr eða heldur okkur á floti. Við botninn þurfum við hvatningu til að spyrna okkur upp á yfirborðið aftur þar sem bjarghringurinn bíður okkur vonandi, eða hjálpsamar hendur sem lyfta okkur upp úr forinni.


Verum reiðubúin til að hjálpa þeim sem svamla við yfirborðið. Bjarghringurinn þarf ekki að vera merkilegri en góðlátlegt bros og hvatning.


Gefum allt í botn. Upp á við er leiðin.


35 views0 comments

Comments


bottom of page