top of page

Við hrösum öll. Bara spurning hversu fljótt við stöndum upp.


Við hrösum öll. Bara spurning hversu fljótt við stöndum upp.
Við hrösum öll. Bara spurning hversu fljótt við stöndum upp.

Fyrstu skrefin eru oft erfiðust. Hjá tólf mánaða dóttur minni er jafn algengt að detta eins og að ganga nokkur skref, en ég veit að því oftar sem hún stendur upp, mun skiptunum sem hún dettur fækka. Æfingin skapar meistarann.


Fyrir okkur sem stærri erum, er fallið gjarnan hærra. Við höfum gert okkur væntingar sem við þurfum að læra að stilla í hóf eftir reynslu okkar og getu, ekki annarra. En eftir stendur sama meginregla og hjá dóttur minni, því oftar og fyrr sem við stöndum upp, þeim mun fyrr náum við tökum á því sem við erum að læra.


Það er fólk allt í kringum okkur að hrasa og jafnvel detta illa. Verum fljót að rétta þeim hjálparhönd. Nokkur hughreistandi orð og hvatning um að halda áfram getur gert gæfumuninn.


45 views0 comments

Commentaires


bottom of page