Einhverfa er líklega algengari en við gerum okkur grein fyrir. Við þekkjum hana kannski helst á fólki sem greinst hefur með svokallaða dæmigerða einhverfu og lýsir sér oft í félagsfælni, eða að minnsta kosti erfiðleikum til að eiga venjuleg samskipti, en um leið er það jafnvel með einhverja snilligáfu á öðru sviði. Í grunninn eru einhverfir rétt eins og við flest, einstök á einhvern hátt og meira venjuleg á annan. Og þegar við kynnumst því einstaka í fari hvors annars lærum við að meta það og eigum auðveldar með að sætta okkur við eða lifa með annmörkunum, því sem við helst myndum kjósa að hafa öðruvísi.
Þegar upp er staðið erum við öll einstök. Gefum okkur tíma til að kynnast því í fari hvors annars sem gerir okkur einmitt þannig. Verum einhverf frekar en sjálfhverf.
Commentaires