Í huga okkar eru flestar leiðir sléttar og beinar. Stysta leið milli tveggja punkta er ávalt bein lína. Þegar við skipuleggjum tíma gerum við ekki ráð fyrir töfum. Framkvæmdaáætlanir gera ekki ráð fyrir áföllum. Ferðaáætlanir gera ekki ráð fyrir slysum og svo framvegis.
En lífið er öðruvísi, hvort sem við gerum ráð fyrir því eða ekki. Við þurfum svigrúm til að takast á við tafir, veikindi og áföll. Þegar við sættum okkur við þá staðreynd og leggjum okkur fram við að hafa það inni í áætlunum lífsins, gengur okkur betur að takast á við það.
コメント