top of page

Uppeldi snýst ekki um að ala upp þæg börn, heldur heilbrigða einstaklinga.


Uppeldi snýst ekki um að ala upp þæg börn, heldur heilbrigða einstaklinga.
Uppeldi snýst ekki um að ala upp þæg börn, heldur heilbrigða einstaklinga.

Börnin okkar hafa oft mikil áhrif á sjálfsmynd okkar. Séu þau okkur ekki til fyrirmyndar, finnst okkur að það segi allt um hvernig foreldrar við erum. Yfirleitt ekki nógu góð, jafnvel bara alveg afleit. Algeng viðbrögð við þessu er að við leggjum ofur áherslu á að siða þau til. Þau eiga að vera þæg og góð, sómi okkar og góður vitnisburður.


Reynslan segir okkur hinsvegar að við reynum oft of mikið, lesum of mikið í atferli og skaplyndi barna okkar. Ekkert okkar er eins, og við bregðumst ólíkt við umhverfi okkar, áreiti og foreldrum! Við verðum að slaka á kröfunum, sýna auðmýkt og umburðarlyndi gagnvart viðfangsefninu. Sleppa takinu.


Öll viljum við börnum okkar vel. Kennum þeim góða siði, þó þau fari aldrei eftir þeim. Að virða það og þá sem í kringum þau eru, þó þau sjái litla ástæðu til að gera það, þegar við sjáum til. Að elska náungann og hjálpa þegar við getum, jafnvel þó við séum í mesta basli með að vera þeim góð fyrirmynd. Þannig ölum við upp heilbrigða einstaklinga sem búa að góðum hlutum þegar þroski þeirra og færni leyfir þeim að opna augun fyrir því. Og umfram allt, verum til staðar þegar þau gera mistök, hughreystum og verum fljót að fyrirgefa.


35 views0 comments
bottom of page