top of page

Tölum minna, hlustum meira.


Tölum minna, hlustum meira.
Tölum minna, hlustum meira.

Eftir því sem tækninni fleytir fram og samskiptamiðlunum fjölgar virðist hávaðinn í heiminum aukast. Almennt hefur fólk orðið aðgang að meiri upplýsingum, getur lært meira á skemmri tíma og af því leiðir að við höfum kannski skoðun á fleiri hlutum sem við erum tilbúin að tjá okkur um. Það er frábært. En með auknu aðgengi að upplýsingum og með fleiri leiðum til að deila okkar eigin, þá fylgir líka aukin ábyrgð. Við þurfum að vanda okkur aðeins meira. Vanda valið á því hvar við sækjum okkur þekkingu og ekki síður hvernig, við hverja og hvar við viðrum skoðanir okkars og þekkingu. Kannski gott að byrja á að velja "Vista"í stað "Senda". Gefa sér smá tíma í að fara yfir það sem þú hefur skrifað með gagnrýnu hugarfari áður en því er sleppt út í óravíddir hins rafræna heims.


Ekki reynist okkur öllum auðvelt að vanda okkur, allra síst í samskiptum við aðra. En þá er til einföld leið sem virkar held ég við flestar aðstæður. Tala minna og hlusta meira.


10 views0 comments

Comments


bottom of page