Draumar eru alveg frábærir. Það er líka svo auðvelt að láta sig dreyma. Stórkostleg ævintýri og árangur með algerri lágmarks fyrirhöfn. Svona eins og að horfa á bíó með popp og kók í kósý stemningu.
Flest okkar eigum hinsvegar drauma sem okkur langar að fá að upplifa. Láta þá rætast. Til þess þurfum við að vakna og byrja að vinna. Líklega markvisst í langan tíma. Upplifa mistök og erfiðleika og alskonar vandræði og vesen. En við vitum að það er allt þess virði til að láta drauminn verða að veruleika.
Tími til að vakna.
Comments