top of page

Þú þarft styrk til að standa á eigin fótum, vit til að meta hvenær þú þarft aðstoð og hugrekki til a


Þú þarft styrk til að standa á eigin fótum, vit til að meta hvenær þú þarft aðstoð og hugrekki til að biðja um hjálp.
Þú þarft styrk til að standa á eigin fótum, vit til að meta hvenær þú þarft aðstoð og hugrekki til að biðja um hjálp.

Það er ekki auðvelt að standa á eigin fótum. Flest njótum við þess þó að eiga góða að þegar að því kemur, sem sjá á eftir okkur, aðstoða okkur á allan mögulega hátt og eru tilbúin að bregðast við ef eitthvað fer úrskeiðis. Þetta er ákveðið manndómspróf að standa í fyrsta sinn á eigin fótum, taka ábyrgð á eigin ákvörðunum og vera tilbúin að taka afleiðingum þeirra.


Það fer hinsvegar oft eitthvað úrskeiðis. Hlutirnir ganga ekki eins og til stóð. Og við eigum oft mjög erfitt með að viðurkenna það líka. Þetta reddast. Það getur verið sárt og erfitt að viðurkenna mistök. Ekki síst þegar við ætlum okkur að standa á eigin fótum, vera engum háð, þá er áskorun að vita hvenær við þurfum á aðstoð að halda. Og ef við vitum það, þá eru hugmyndir okkar um hvers við þörfnumst oft nokkuð frá því sem við raunverulega þurfum.


Erfiðast er svo líklega að biðja um hjálp. Fyrir flesta allavegana. Fyrir marga er það svo mikil uppgjöf, viðurkenning á mistökum, á þeirri staðreynd að við getum raunverulega ekki staðið á eign fótum, sem verður til þess að okkur brestur hugrekki til að biðja, fyrr en allt er farið á versta veg.


Flestum okkar þykir auðvelt að bjóða fram aðstoð. "Láttu mig bara vita ef það er eitthvað sem ég get gert" er gjarnan haft á orði. En það getur verið mikil áskorun og jafnvel erfitt að gera bara einmitt það, hjálpa öðrum án þess að um það sé beðið. Þeir sem mest þurfa á hjálp að halda, eiga nefnilega oftast erfiðast með að biðja um hana.


Ef þú ert hjálpar þurfi, hvet ég þig til að leita hjálpar, líklega er það auðveldara en þú ert búin að gera þér í hugarlund. Ef þú þekkir einhvern sem þú veist að þarft hjálp, finndu þá leið að veita hana án þess að bjóða hana fyrst. Hjálpumst að við að hjálpa hvort öðru.


16 views0 comments

Comments


bottom of page