top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Þú lifir á því sem þú aflar en lífið á að snúast um það sem þú gefur.


Þú lifir á því sem þú aflar en lífið á að snúast um það sem þú gefur.
Þú lifir á því sem þú aflar en lífið á að snúast um það sem þú gefur.

Lífið snýst að stórum hluta um að afla. Sjá sér og fjölskyldu sinni farborða, tryggja fæði, klæði og skjól. Þannig hefur það að minnsta kosti verið í gegnum aldir, þó áherslubreyting hafi kannski orðið nokkur á þeirri síðustu þegar almenningur fór almennt að hafa meira á milli handanna en til þurfti að sjá fyrir helstu nauðþurftum.


Það var dyggð að vinna og afla, geta gefið af sér, gefið öðrum og byggt eitthvað upp, samfélaginu til heilla. Þannig á það áfram að vera. Leggjum okkur fram við að gefa öðrum af tíma okkar, hæfileikum og nærveru. Gefum af okkur, gefum okkur að öðrum. Það er svo sannarlega sælla að gefa en þiggja.


15 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page