top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Þú ert frábær, eins og þú ert.


Þú ert frábær, eins og þú ert.
Þú ert frábær, eins og þú ert.

Einhverra hluta vegna eigum við oft erfitt með að sjá það góða í fari okkar sjálfra. Við eigum miklu auðveldara með að telja upp það sem er gott í fari annarra og jafnvel berja sjálf okkur í höfuðið með stöðugri áminningu um það sem aflaga er hjá okkur sjálfum, eða það sem betur má fara. Það er víst rannsökuð staðreynd innan sálfræðinnar að sum okkar sjáum alltaf glasið hálf fullt og sumir alltaf hálf tómt, þannig séum við einfaldlega víruð. Sért þú í síðar nefnda hópnum, er líklegra að þú sjáir enn síður hversu frábær þú ert.


En taktu þessi orð til þín, þú ert raunverulega frábær, alveg eins og þú ert. Þú þarft engu að breyta, ekkert að gera til að ná þessu marki. Þú getur örugglega bætt þig, náð lengra eða orðið betri útgáfa af sjálfum þér. En hvenær, eða hvort þú leggur einhverntíma í þá vegferð, máttu treysta því að þú ert frábær eins og þú ert og þú mátt gjarnan leyfa örðum að njóta þess eins mikið og þú treystir þér til.


68 views0 comments

Commentaires


bottom of page