Fyrir marga er lífið eilíft strit og vinna. Með þeim formerkjum að það sé erfitt, jafnvel leiðinlegt. Við erum nefnilega stöðugt að gera eitthvað sem okkur langar ekki að gera til þess eins að geta gert örlítið af því sem okkur langar.
En hvað sem við gerum þá ættum við aldrei að þreytast á að gera það sem er gott. Og það sem er gott, gerum við fyrir aðra en okkur sjálf. Því það er það eina sem er þess virði að gera! Við lifum til að elska og vera elskuð.
Comments